• 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6

ÁVEXTIR OG GRÆNMETI

Það er ekki ýkja langt síðan ferskt grænmeti og ferskir ávextir voru munaðarvara á Íslandi. En nú er öldin önnur. Með öflugu og traustu leiðarkerfi komum við ferskum ávöxtum og fersku grænmeti hratt og örugglega til landsins hvaðan sem er .

12:00
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6

FERSK NÆRING ER
BETRI NÆRING

Þegar grænmeti eða ávextir eru tíndir stöðvast upptaka vatns og næringarefna úr jarðveginum. Ljóstillífun stöðvast og ekki verður um frekari forðasöfnun að ræða. Þess vegna er mikilvægt að sem minnstur tími líði frá varan er týnd þar til hennar er neytt.

18:00
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6

HRAÐINN GERIR
GÆFUMUNINN

Þökk sé þessum flutningshraða gengur þú að gæðavöru sem endist. Vínberin sem koma með flugi eru tínd af vínviðnum á þriðjudegi og komin ofan í matarkörfuna þína á miðvikudegi. Þannig haldast þau safarík, fersk og sæt á bragðið.

09:00
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6

SKILVIRK
FLUTNINGSKEÐJA

Flutningshraðinn þýðir líka að búðin sem þú verslar helst við getur pantað birgðir með stuttum fyrirvara og þannig boðið þér upp á safaríkt grænmeti og ferska ávexti alla daga ársins.

14:00
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6

VIÐ BORÐUM LÍKA
MEÐ AUGUNUM

Ferskir ávextir líta betur út. Þeir lykta betur og eru bragðmiklir. Þeir endast líka lengur. Svo er skemmtilegt að borða þá.

19:30
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6

TÍMABÆR FAGMENNSKA

Ferskar gæðavörur rata líka á diskinn þinn á betri veitingastöðum landsins. Fagmenn vita hvað þeir vilja.

Samband við þjónustufulltrúa

Takk fyrir að hafa samband, við munum vera í sambandi við þig eins fljótt og auðið er.

Icelandair Cargo

Ef þú hefur spurningar um hvaða vörur við flytjum eða hvernig er best að bera sig að við flutning á ákveðnum vöruflokkum, hafðu þá samband við þjónustufulltrúa okkar með því að fylla út formið hér til hliðar og við verðum í sambandi við þig um hæl.

Einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar á www.icelandaircargo.is